-
Veitingastofa Hringsins staðsett á Barnaspítala Hringsins
- Hringurinn hefur starfrækt veitingastofu í anddyri Barnaspítalans frá árinu 2003. Sýningar- og söluskápur hefur verið settur upp í anddyri Barnaspítalans með handavinnu Hringskvenna. Þar má sjá ýmsa gjafavöru, s.s. skírnar- og sængurgjafir, þar sem gestir og gangandi geta keypt og þannig styrkt Barnaspítalasjóð Hringsins. Opnunartími Veitingastofu Hringsins er virka daga á milli 08:00 - 15:00.
Vörur

Kvenfélagið Hringurinn
Hringurinn er kvenfélag, stofnað árið 1904. Félagið hefur það að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna.
Aðalverkefni félagsins um áratuga skeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins. Mörg önnur verkefni sem tengjast veikum börnum hafa einnig verið styrkt. Þau stærstu eru Vökudeildin, uppbygging Barna- og unglingageðdeildar og ýmsar deildir Landspítalans sem sinna aðbúnaði barna sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda.
Í félaginu eru nú tæplega 400 konur á öllum aldri.
Árið 1943 eignaðist Hringurinn merki sem hefur verið auðkenni félagsins, barn í fangi hjúkrunarkonu. Merkið hannaði Ágústa Pétursdóttir Snæland.